Fréttir

Gleðilega páska

Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir komuna á árshátíðina okkar í síðustu viku. Nemendur og starfsfólk eiga hrós skilið fyrir góðan undirbúning og skemmtilegar sýningar þar sem bæði litlir og stórir sigrar voru unnir. Það er von okkar að foreldrar hafi notið þess að koma í skólann til okkar og horfa á atriðin sem nemendur buðu upp á. Við mætum aftur til starfa eftir páskafrí þriðjudaginn 2. apríl og kennsla hefst þá samkvæmt stundaskrá. Í apríl er lítið um uppbrot frá hefðbundnu skólastarfi en fimmtudaginn 25.apríl er þó frídagur þar sem við bjóðum sumarið velkomið. Við vonum að þið eigið í vændum notalegt frí. Páskakveðjur úr Lundarskóla

Lundarskóli sigrar Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri

Í gær fór Upphátt fram í Hofi þar sem 14 keppendur tóku þátt eða tveir frá hverjum skóla, keppnin var mjög jöfn og ljóst að þátttakendur höfðu lagt mikið á sig við undirbúning og æfingar. Við áttum þar tvo mjög svo frambærilega þátttakendur eins og fyrri ár sem stóðu sig svo sannarlega vel. Í skólastarfinu viljum við ná árangri og þurfum til þess að sýna metnað, þrautseigju og vilja til þess að gera vel og það gerðu þeir svo sannarlega.

Styrkur frá Norðurorku

Gaman er að segja frá því að Norðurorka styrkir FLL-samvalið í Lundarskóla árið 2024. Með stuðningi Norðurorku gefst nemendum möguleiki á að taka þátt í First LEGO League- keppninni sem haldin er í nóvember á hverju ári í Háskólabíói. Á myndinni tekur Jón Aðalsteinn við styrknum úr hendi Eyþórs Björnssonar forstjóra Norðurorku. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn sem mun sannarlega koma sér vel.

Íslandsmót stúlknasveita

Nemendur úr fimmta bekk Lundarskóla tóku þátt í Íslandsmóti stúlknasveita í skák (3-5. bekk), sem fram fór í Kópavogi 27. janúar sl. Stúlkurnar stóðu sig með prýði og höfðnuðu í sjöunda sæti ásamt því að hljóta verðlaun fyrir bestu landsbyggðarsveitina. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Íslandsmeistari var sveit Smáraskóla

Jólakveðja

Litlu jól Lundarskóla

Opið hús

Hrekkjavökuball fyrir nemendur í 1.-4.bekk

Hrekkjavökuball fyrir nemendur í 5.-7.bekk

Ball fyrir nemendur í 5.-7.bekk

Nemendur í 10.bekk munu á morgun fimmtudaginn 28.september halda skemmtilegt ball fyrir nemendur á miðstigi. Mikið stuð og fjör, dansað, farið í leiki og fleira skemmtilegt. Vonumst til þess að sjá ykkur öll kv. 10.bekkur