20.03.2025
Síðastliðinn þriðjudag þann 18.mars fór Upphátt upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fram í Háskólanum á Akureyri. Alls voru 14 keppendur sem tóku þátt eða tveir frá hverjum skóla. keppnin var að venju mjög jöfn og ljóst að þátttakendur höfðu lagt mikið á sig við undirbúning og æfingar.
Lundarskóli átti tvo mjög svo frambærilega þátttakendur þau Heiðar Inga Sigmundsson og Arndísi Margréti Magnúsdóttur sem stóðu sig virkilega vel, sýndu metnað og þrautseigju og lögðu á sig mikla aukavinnu í aðdraganda keppninnar.
Innilega til hamingju bæði tvö með glæsilega frammistöðu
12.03.2025
Virkilega flott verkefni sem skipulagt er af náms-og starfsráðgjöfum á Akureyri í samvinnu við hin ýmsu fyrirtæki á svæðinu
03.03.2025
Fimmtudaginn síðasta þann 27.febrúar veitti Fræðslu-og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf í leik og grunnskólum bæjarins. Lundarskóli átti þar fulltrúa en Stefán Smári Jónsson umsjónarkennari á unglingastigi hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf með nemendum og nemendaráði.
Við erum virkilega stolt af hans starfi með nemendum og framlagi hans til Lundarskóla sem auðgar okkar góða skólastarf.
25.02.2025
Við hvetjum öll til að taka þátt og klæðast einhverju glitrandi á föstudaginn næsta þann 28.02.2025.
10.01.2025
Nemendur kynnast ýmsum réttum og uppskriftum í heimilisfræði hér í Lundarskóla.
Inga Lilja heimilisfræðikennari hefur nú komið öllum helstu uppskriftum sem gerðar eru með 5.-10. bekk á rafrænt form svo hægt sé að deila þeim og tengja þannig enn betur samstarf heimilis og skóla.
Við hvetjum ykkur til þess að kíkja á þær og jafnvel prófa einhverja þeirra um helgina :)
18.12.2024
Litlu jólin 19. og 20. desember
Unglingastigið 7. – 10. bekkur verður með litlu jólin að kvöldi/síðdegis þann 19. desember kl. 18:00 – 20:00. Eftir litu jól fara nemendur á unglingastigi í jólafrí 😊
20. desember kl. 9:00 – 11:00 verða litlu jól hjá nemendum í 1.-6. bekk og mæta nemendur þá í heimastofur klukkan 9:00.
Jólafrí hefst hjá nemendum eftir litlu jól 😊
22.08.2024
Skólasetning Lundarskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst í sal Lundarskóla á eftirfarandi tímum:
2. - 4. bekkur kl. 9:00
5. - 7. bekkur kl. 10:00
8. - 10. bekkur kl. 11:00
Skólinn verður setur í salnum og eftir það fara nemendur með umsjónarkennurum í stofu þar sem þeir fá upplýsingar um skólastarfið.
30.04.2024
Foreldrafélag Lundarskóla hefur fengið Nönnu Ýr Arnardóttur til að halda klukkutíma erindi um svefn grunnskólabarna. Við hvetjum alla foreldra til þess að mæta og einnig börn á unglingastigi.
25.03.2024
Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir komuna á árshátíðina okkar í síðustu viku. Nemendur og starfsfólk eiga hrós skilið fyrir góðan undirbúning og skemmtilegar sýningar þar sem bæði litlir og stórir sigrar voru unnir. Það er von okkar að foreldrar hafi notið þess að koma í skólann til okkar og horfa á atriðin sem nemendur buðu upp á.
Við mætum aftur til starfa eftir páskafrí þriðjudaginn 2. apríl og kennsla hefst þá samkvæmt stundaskrá.
Í apríl er lítið um uppbrot frá hefðbundnu skólastarfi en fimmtudaginn 25.apríl er þó frídagur þar sem við bjóðum sumarið velkomið.
Við vonum að þið eigið í vændum notalegt frí.
Páskakveðjur úr Lundarskóla