Nemendaráð

Í Lundarskóla er starfrækt nemendaráð en það vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda í skólanum.
Í ráðinu sitja fulltrúar nemenda úr 7.-10.bekk.
Umsjón með nemendaráði: Stefán Smári Jónsson, netf: stefansj@akmennt.is

Nemendaráð skólaárið 2024-2025: 

7. bekkur:  Kristinn og Arndís Margrét
Vara: Heiðar og Katla
8. bekkur:  Þórdís og Maron Már
Vara: Ýma
9. bekkur:  Benedikt og Ásta
Vara: Steinar og Sigyn
10. bekkur: Lára Júlía og Ólafur Ingi
Vara: Karel Þór og Helgi Fannar

Reglur nemendaráðs

1. grein: Félagið heitir Nemandafélag Lundarskóla og hefur aðsetur þar. Umsjónarmaður nemendaráðs skal vera starfsmaður Lundarskóla og boðar hann til funda ásamt því að vera tengiliður stjórnenda við nemendaráð.
2. grein: Allir nemendur Lundarskóla eru félagar í nemendafélaginu. Einungis nemendur í 7.-10. bekk mega sitja í embættum og einungis nemendur í 7.-10. bekk hafa atkvæðis og kosningarrétt. 
3. grein: Hlutverk Nemendafélags Lundarskóla er að:

 -gæta hagsmuna nemenda í skólanum
 -miðla upplýsingum milli nemenda og stjórnenda skólans
 -sjá um viðburði og uppbrot t.d. hæfileikakepnni

4. grein: Stjórn Nemendafélags Lundarskóla skipa a.m.k. tveir aðilar úr hverjum árgangi í 7.-10. bekk Ef árgangar eru stórir og þeim skipt upp í fleiri en tvo námshópa má velja einn fulltrúa fyrir hvern námshóp.
5. grein: Ný stjórn er kosin í upphafi hvers skólaárs með lýðræðislegum, leynilegum kosningum. Leitast skal við að fulltrúar úr hverjum árgangi verðir ekki allir af sama kyni. Varafulltrúar eru þau sem næst flest atkvæði hljóta í kosningum.
6. grein: Stjórn félagsins skal funda a.m.k. einu sinni í mánuði. Skyldumæting er á fundi og ber að tilkynna umsjónarmanni forföll. Ef fulltrúi getur ekki mætt á hann að útvega varamann í sinn stað.
7. grein: Nemendur sem sitja í Nemendaráði skulu leitast við að vera til fyrirmyndar, þeir nemendur sem neyta áfengis, vímuefna eða tóbaks geta ekki verið í nemendaráði. Ekki er heimilt að ræða mál einstakra nemenda í ráðinu.
8. grein: Endurskoða skal lög félagsins árlega. Lög þessi skulu þegar taka gildi og falla þar með önnur lög sem sett hafa verið úr gildi.

Samþykkt af öllum kjörnum fulltrúum í nemendafélagi febrúar 2024