Foreldrafélag Lundarskóla hefur fengið Nönnu Ýr Arnardóttur til að halda klukkutíma erindi um svefn grunnskólabarna. Við hvetjum alla foreldra til þess að mæta og einnig börn á unglingastigi.
Helstu efnistök:
-Líffræðin á bak við svefn, hvers vegna sofum við?
-Ráðleggingar um svefn
-Kostir svefns og gallar svefnleysis
-Hvernig sofa krakkar á Íslandi
-Hvað er hægt að gera?
Nanna Ýr er lektor í lífeðlisfræði við Háskólann á Akureyri með ýmislegt gagnlegt í bakpokanum. Hún er sameindalíffræðingur, með meistarpróf í Heilsu-og íþróttafræðum. Einnig er hún með doktorsgráðu í heilbrigðisvísindum þar sem hún hefur m.a. rannsakað svefn.
Hún er því uppfull af fróðleik og heldur okkur öllum vakandi yfir þessu áhugaverða erindi.
Kveðja frá foreldrafélagi Lundarskóla.