Fréttir

Ball fyrir nemendur í 5.-7.bekk

Nemendur í 10.bekk munu á morgun fimmtudaginn 28.september halda skemmtilegt ball fyrir nemendur á miðstigi. Mikið stuð og fjör, dansað, farið í leiki og fleira skemmtilegt. Vonumst til þess að sjá ykkur öll kv. 10.bekkur

Farsæld barna

Kæru foreldrar / forráðamenn leik- og grunnskólanemenda á Akureyri Eins og mörgum er kunnugt, þá stendur yfir innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru kölluð farsældarlögin. Nú er kominn nýr og aðgengilegur vefur sem kallast Farsæld barna og þar má finna nánari upplýsingar um hvað löggjöfin felur í sér og hvert hlutverk tengiliða er. Einnig má sjá aðgengilegt myndband sem lýsir í stuttu máli því sem lögin innibera.

Er allt í gulu?

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þar sem Lundarskóli er heilsueflandi grunnskóli og er meðvitaður um mikilvægi geðræktar hvetjum við alla til að taka þátt og klæðast gulu á morgun fimmtudaginn 7.september.