Mötuneyti

Matseðill í Lundarskóla
Mars
Apríl

 Lundarskóli býður upp á heitan mat í hádeginu ásamt veglegum salatbar þar sem áhersla er lögð á hollan og næringarríkan mat.

Alla morgna býðst nemendum og starfsfólki að fá sé hafragraut í mötuneyti skólans gjaldfrjálst.

Grauturinn er borinn fram frá kl. 07:45-08:05 en einnig geta nemendur á unglingastigi fengið sér graut í fríminútum kl 09:30.

Hægt er að skrá sig í áskrift í mat, ávöxt og mjólk og greiðsluseðill kemur í heimabanka.
Fæðisgjald er innheimt á níu mánuðum þ.e. mánuðina sept-maí. Fæðisgjald vegna daganna í júní og ágúst er jafnað á hina mánuðina.

Gjald fyrir annaráskrift á mánuði 11.323 kr.
Ávaxtaáskrift (heill) á mánuði 2.199 kr.
Mjólkuráskrift á mánuði 973 kr.

Skráning fer fram í https://matur.vala.is/umsokn og sá aðili sem ætlar að vera greiðandi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum.

María ritari veitir frekari upplýsingar varðandi pantanir og verðlagningu. Sími 462-4888 eða ma@akmennt.is