Bekkjarfulltrúar

Bekkjarfulltrúar Lundarskóla 2023-2024

B
ekkjarfulltrúar stuðla að auknu samstarfi milli foreldra með það að markmiði að styðja við og stuðla að jákvæðri menningu innan barnahópsins. Bekkjarfulltrúar eru valdir snemma að hausti (t.d. á haustkynningafundi) af foreldrum og gert er ráð fyrir einum bekkjarfulltrúa á hverja 10 nemendur í bekk.
Bekkjarfulltrúar stuðla að samræðu og samstarfi milli foreldra um málefni bekkjarins, mikilvægt er m.a. að ræða:

  • Samskipti í bekknum
  • Fyrirkomulag í kringum afmæli (afmælishópar, 3 – 4 afmælisbörn sameinist og bjóða
    öllum, allar stelpur, allir strákar, gjafakostnaður o.fl). Mikilvægt er að foreldrar geri
    sér grein fyrir að skipulag varðandi afmæli er mikilvægt atriði í baráttunni gegn
    einelti.
  • Tölvunotkun-sameiginleg viðmið/reglur
  • Annað sem foreldrahópurinn telur mikilvægt að ræða og samstilla. Á heimasíðu Heimilis og skóla eru góðar og gagnlegar upplýsingar sem gott er að fara vel yfir og ræða. 

Helstu hlutverk:

  • Bekkjarfulltrúar skipuleggja a.m.k. þrjár uppákomur/skemmtanir með nemendum og
    foreldrum á hverju skólaári. Bekkjarfulltrúar geta virkjað fleiri foreldra til að taka þátt í að
    skipuleggja uppákomurnar. 
  • Kennarar geta leitað til bekkjarfulltrúa varðandi þátttöku foreldra í skólastarfinu t.d. í
    tengslum við vettvangsferðir og ýmsar uppákomur.
  • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélagið og eru í samstarfi við félagið um
    framkvæmd einstakra stærri viðburða s.s. vorhátíð og fleira.
  • Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í
    bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.

Hugmyndabanki fyrir uppákomur og samverustundir