Skólasafn

Bókasafn Lundarskóla er staðsett í stjórnunarálmu skólans. Það er 123 fm að stærð og sæti eru fyrir 25 manns. Safnið er vel búið gögnum og er mikið notað bæði af nemendum og starfsfólki. Nemendur koma, t.d. í sögustundir, safnfræðslu og margs konar heimildavinnu. Lögð er áhersla á vinnusemi, vönduð vinnubrögð og samvinnu nemenda.

Markmið með starfi og kennslu á safninu eru að:

  • örva áhuga nemenda á notkun safnefnis sér til skemmtunar, fróðleiks og þroska.
  • leiðbeina í notkun safnefnis.
  • þjálfa lestrarfærni nemenda, hlustun og einbeitingu.
  • aðstoða nemendur við að afla sér upplýsinga, flokka þær og meta og koma þeim til skila á greinargóðan hátt.

 

Safnið er opið virka daga frá kl. 8:10-14:30. Sérstakir útlánatímar eru kl. 8:10-8:50 en einnig kl. 12:25-13:05 miðvikudaga og föstudaga. Nemendur í 1. bekk mega hafa eina bók að láni hverju sinni en aðrir nemendur þrjár. Lánstími bókar er 14 dagar nema að um annað hafi verið samið.

Safnið er tengt landskerfi bókasafna, Gegni. Upplýsingar um gögn safnsins eru á slóðinni leitir.is

Skólasafnskennari er Dagný Elfa Birnisdóttir, deb@akmennt.is