Upphátt

Síðastliðinn þriðjudag þann 18.mars fór Upphátt upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fram í Háskólanum á Akureyri. Alls voru 14 keppendur sem tóku þátt eða tveir frá hverjum skóla. keppnin var að venju mjög jöfn og ljóst að þátttakendur höfðu lagt mikið á sig við undirbúning og æfingar.
Lundarskóli átti tvo mjög svo frambærilega þátttakendur þau Heiðar Inga Sigmundsson og Arndísi Margréti Magnúsdóttur sem stóðu sig virkilega vel, sýndu metnað og þrautseigju og lögðu á sig mikla aukavinnu í aðdraganda keppninnar.

Innilega til hamingju bæði tvö með glæsilega frammistöðu