Fréttir

Upphátt

Síðastliðinn þriðjudag þann 18.mars fór Upphátt upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fram í Háskólanum á Akureyri. Alls voru 14 keppendur sem tóku þátt eða tveir frá hverjum skóla. keppnin var að venju mjög jöfn og ljóst að þátttakendur höfðu lagt mikið á sig við undirbúning og æfingar. Lundarskóli átti tvo mjög svo frambærilega þátttakendur þau Heiðar Inga Sigmundsson og Arndísi Margréti Magnúsdóttur sem stóðu sig virkilega vel, sýndu metnað og þrautseigju og lögðu á sig mikla aukavinnu í aðdraganda keppninnar. Innilega til hamingju bæði tvö með glæsilega frammistöðu

Starfamessa 2025

Virkilega flott verkefni sem skipulagt er af náms-og starfsráðgjöfum á Akureyri í samvinnu við hin ýmsu fyrirtæki á svæðinu

Viðurkenning Fræðslu-og lýðheilsusviðs

Fimmtudaginn síðasta þann 27.febrúar veitti Fræðslu-og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf í leik og grunnskólum bæjarins. Lundarskóli átti þar fulltrúa en Stefán Smári Jónsson umsjónarkennari á unglingastigi hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf með nemendum og nemendaráði. Við erum virkilega stolt af hans starfi með nemendum og framlagi hans til Lundarskóla sem auðgar okkar góða skólastarf.