Fréttir

Litlu jólin

Litlu jólin verða haldin í Lundarskóla í lok vikunnar

Skólastarf í lok árs

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum varðandi skólastarf út árið þá verða litlar breytingar á því. Hér í Lundarskóla verður sama skipulag og verið hefur hjá 1. - 7.bekk. Í 8.-10. bekk verður sama skipulag og síðustu viku, nemendur þurfa þó ekki að vera með grímur né halda 2m fjarlægð en er að sjálfsögðu frjálst að nýta grímur ef þeir vilja.

Skipulag næstu daga

Í ljósi aðstæðna munum við ekki bjóða upp á mat í skólanum nema fyrir þá nemendur sem verða í Frístund og því þurfa allir að koma með nesti, nemendur og starfsfólk í næstu viku. Frístund verður opin fyrir nemendur í 1. og 2. bekk sem þurfa á því að halda, skráning fer fram hjá forstöðumanni Frístundar.

Upplýsingar frá skólastjórnendum

Það þyngist róðurinn hér hjá okkur í Lundarskóla þar sem smitum hefur fjölgað í starfsmannahópnum. Nú eru fjögur virk smit hjá starfsfólki og eru þau öll hjá einstaklingum sem fóru í sóttkví um síðustu helgi.

Skipulagsdagur 2.nóvember

Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum

Smit í Lundarskóla

Töluvert mikið hefur verið um Covid-19 smit hér á Akureyri síðustu daga og við í Lundarskóla fáum að finna fyrir því eins og svo margir aðrir skólar og einstaklingar í samfélaginu.

Skólahald næstu daga

Í framhaldi af upplýsingafundi stjórnvalda varðandi takmarkanir í samfélaginu má búast við breyttu fyrirkomulagi á skólastarfi eftir helgi.

Starfsdagur og haustfrí

Starfsdagur verður í Lundarskóla 21.október og í kjölfarið tekur við haustfrí dagana 22. og 23. okt,

Sóttvarnir í Lundarskóla

Í ljósi aðstæðna er verið að herða reglur í grunnskólum Akureyrar og því viljum við koma eftirfarandi á framfæri.

Haustfrí famundan og þemadögum frestað

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta þemadögum í skólanum um mánuð. Þemavikan verður því dagana 24.nóv-27.nóv. Við viljum svo minna á að í næstu viku er starfsdagur á miðvikudeginum 21.okt og í kjölfarið kemur svo haustfrí dagana 22.-23. okt