Töluvert mikið hefur verið um Covid-19 smit hér á Akureyri síðustu daga og við í Lundarskóla fáum að finna fyrir því eins og svo margir aðrir skólar og einstaklingar í samfélaginu.
Nú stöndum við frammi fyrir því að smit hefur komið aftur upp í starfsmannahópnum okkar og því þurfa nemendur í 1. bekk að fara í sóttkví ásamt starfsfólki í sama sóttvarnarhólfi og smitið kom upp í. Þetta þýðir að það verður ekki matur í Lundarskóla né Frístund í skólanum næstu viku og einnig þurfa nemendur í 6. bekk að vera heima, í heimakennslu.
Nú er unnið að skipulagi fyrir skólastarf næstu daga/vikur og munum við senda nánari upplýsingar síðar í dag til ykkar um framhaldið í skólanum.
Við biðjum alla foreldra/forráðamenn um að fylgjast vel með heilsufari nemenda og hafa samband við heilsugæsluna ef nemendur fá einkenni og óska þá eftir sýnatöku. Einnig þarf að láta skólann vita ef nemendur þurfa að fara í sóttkví, fá einkenni og/eða veikjast.
Á þessum tímum þurfum við að hlúa vel hvert að öðru, sýna umburðarlyndi og æðruleysi í leik og starfi.