Föstudaginn síðasta þann 29.apríl veitti Fræðslu og lýðheilsusvið viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf/nám í grunn- og leikskólum Akureyrar.
Afhendingin fór fram í Hofi og fengu þrír fulltrúar frá Lundarskóla viðurkenningu fyrir sín störf og erum við virkilega stolt af þeim og þeirra starfi og framlagi sem auðgar svo sannarlega okkar góða skólastarf.
Þeir sem hlutu viðurkenningu voru
Margrét Rún Karlsdóttir, umsjónarkennari
Kristín Irene Valdimarsdóttir, verkefnastjóri sérkennslu
Lilja Gull Ólafsdóttir, nemandi í 10.bekk
Innilega til hamingju !!