Upphátt sem er upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fór fram í gær þann 23.mars í Menntaskólanum á Akureyri.
Fyrir hönd Lundarskóla tóku þátt þau Ísafold Gná Ólafsdóttir og Hákon Freyr Arnarsson. Varamaður var Kristín Kara Hreinsdóttir.
Keppendur stóðu sig einstaklega vel og voru Lundarskóla svo sannarlega til sóma.
Markmiðið með upplestrarkeppninni er m.a. að efla lestur, þjálfa framkomu og framburð ásamt því að kynna fyrir nemendum fjölbreytta rithöfunda og verk þeirra.