Samkvæmt skóladagatali verða litlu jólin okkar í Lundarskóla mánudaginn 20.desember en síðustu ár hefur unglingastigið okkar haft litlu jólin kvöldinu áður þannig að nú í ár verða litlu jól hjá 7. - 10.bekk í Rósenborg föstudaginn 17.desember.
Litlu jólin í Rósenborg, föstudaginn 17.desember: Nemendur mæta til umsjónarkennara kl. 18 til ca. 19:30/20:00.
Litlu jólin í Lundarskóla v/Dalsbraut, mánudaginn 20.desember: Nemendur mæta kl. 9:00 - 10:30/11:00 í heimastofur.
Boðið verður upp á kakó og munu nemendur og starfsmenn eiga notalega stund saman áður en farið er í jólafrí.