Fyrstu skóladagarnir fara vel af stað og góða veðrið nýtt eins og hægt er í útilestur, göngutúra og fl.
Við viljum núna þegar allt er komið á fullt minna á mikilvægi þess að fara vel yfir með nemendum öryggi í umferðinni, allir eiga að nota hjálm og sýna aðgát þegar hjólað er á göngustígum. Einnig viljum við minna á að reiðhjól eru leyfileg á leið til og frá skóla en öll umferð þeirra á skólalóð á skólatíma er ekki leyfileg hvorki við Lundarskóla né Brekkuskóla þar sem nemendur í 7.-10.bekk fara um á leið sinni til og frá skóla.
Að lokum viljum við hvetja ykkur til þess að senda nemendur með vatnsbrúsa í skólann og minna á að Lundarskóli er hnetulaus