Í morgun áttum við góða stund saman með 7.bekk þar sem 13 nemendur tóku þátt í forkeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina.
Nemendur komu upp og lásu alls 3x sinnum en í þetta skiptið lásu þeir kafla úr bókinni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur, ljóðið Vorhugur eftir Birnu Guðrúnu Friðriksdóttur og svo Val keppenda sem er ljóð eftir Anton Helga Jónsson.
Við mat á lestri er horft til ýmissa þátta eins og framburðar, raddstyrks, blæbrigða í lestri og eins hve nemendum tekst vel að túlka textann svo eitthvað sé nefnt.
Að lokum valdi dómnefndin þær Guðrúnu Dóru Erlingsdóttur og Kristínu Emmu Egilsdóttur Heinesen sem fulltrúa Lundarskóla í lokakeppninni og María Elísabet Gestsdóttir verður varamaður þeirra.
Lokakeppnin mun svo fara fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 10.mars næstkomandi.