Eins og margir vita hefur skapast hefð fyrir því í Lundarskóla að
nemendur 6. bekkjar safni fyrir Reykjaferð með því að selja inn
á kaffihlaðborð á viðtalsdögum. Nú eru því miður ekki aðstæður
til þess að bjóða upp á kaffihlaðborð miðvikudaginn 17.
nóvember en nemendur (og foreldrar þeirra) eru ekki af baki
dottnir! Þeir bjóða upp á fimm stykki af möffins, skinkuhornum,
pizzasnúðum og fleiru góðgæti í poka til sölu á 500 kr.
Nemendur munu selja pokana í Lundarskóla og Rósenborg og hlakka til að taka á móti svöngum foreldrum og
forráðamönnum.
Með von um góðar undirtektir og þökkum fyrir stuðninginn,
Nemendur 6. bekkjar Lundarskóla.