Núna fimmtudaginn næstkomandi þann 5. maí kl. 20:00 fer í fyrsta sinn fram Fiðringur á Norðurlandi, náfrændi Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Þetta eru hæfileikakeppnir grunnskólanna þar sem 8. 9. og 10. bekkir fá að taka þátt. Átta skólar skráðu sig til þátttöku í ár og er Lundarskóli einn þeirra.
Nemendur í 8. 9. og 10. bekk mega kaupa miða á viðburðinn en takmarkaður miðafjöldi er fyrir hvern skóla því nemendur frá öllum skólunum 8 þurfa að komast fyrir í salnum og hér gildir því fyrstur kemur, fyrstur fær. Miðaverð er 1000 krónur og hér fyrir neðan er hlekkur á tix fyrir Lundarskóla. Við vonumst til þess að nemendur fjölmenni í Hof á Fiðring og styðji okkar hóp, Lundarskóli ætlar að klæðast GULU
Einnig verður viðburðurinn í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV2