Vorhátíð á mánudaginn næsta

Mánudaginn 4. júní verður vorhátíð í Lundarskóla. Hátíðin er samstarfsverkefni skólans og Foreldrafélags Lundarskóla. Skipulagið er að mestu í höndum foreldrafélagsins þar sem farið verður í leiki, boðið upp á andlitsmálun, hoppukastala og fl. skemmtilegt. Einnig verður grillað í hádeginu í grillhúsinu á skólalóðinni. Hátíðin hefst kl. 11:00 og foreldrar eru velkomir í skólann til að taka þátt og hjálpa til. Skólalok eru um 12:30.