Viðurkenning skólanefndar

vidurkskolanefnd

List- og verkgreinateymið í Lundarskóla fékk í gær viðurkenningu skóladeildar fyrir öflugt starf í list- og verkgreinum. Elín Kata nemandi okkar fékk viðurkenningu fyrir listsköpun og að vera jákvæð fyrirmynd. Una Haraldsdóttir  nemandi okkar og Tónlistarskólans hlaut viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur og virka þátttöku í skólastarfi.

Starfsfólk Lundarskóla óskar þeim öllum til hamingju og það verður að segjast eins og er að við erum að rifna úr stolti yfir því að hafa svona fólk í okkar skóla.