Viðtalsdagar

Mánudaginn 2.mars verður starfsdagur í Lundarskóla og þriðjudaginn 3. og miðvikudaginn 4.mars verða foreldraviðtöl. Við minnum því nemendur og foreldra á að gera frammistöðumatið á Mentor fyrir komandi helgi.

10. mars verður útivistardagur þar sem nemendur fara upp í Hlíðarfjall. Við biðjum þá sem þurfa að fá lánaðan búnað að koma til íþróttakennara á viðtalsdögum sem verða staddir hjá ritara og mæla stærð á búnaði.