Vettvangsnám í skólanum

Dagana 2. og 3. október var skólastarf í Lundarskóla brotið upp með vettvangsnámi, haldnir voru fjölgreindaleikar.

Kennarar skólans settu upp 32 stöðvar þar sem nemendur áttu að leysa hin ýmsu verkefni.

Nemendum var skipt í 32 hópa þvert á árganga þannig að í hverjum hópi var a.m.k. einn nemandi úr hverjum árgangi. Ákaflega vel tókst til með þessa daga og stóðu nemendur sig frábærlega. Mikil ánægja var hjá yngri nemendum með að fá að kynnast og vera með eldri nemendum og var ekki annað að sjá en að allir færu sælir og glaðir heim í lok dags.