Vetrarfrí og viðtöl

Á morgun miðvikudag er starfsdagur í Lundarskóla og því allir nemendur í fríi. Við tekur svo vetrarfrí á fimmtudag og föstudag og við vonum að þið njótið frísins vel.
Stuttu eftir vetrarfrí, miðvikudaginn 28. ferbrúar verður viðtalsdagur í Lundarskóla þar sem foreldrar og nemendur koma í 20 mínútna viðtal til umsjónarkennara. Hér má finna allar upplýsingar varðandi viðtölin, hvernig best sé að undirbúa sig fyrir viðtölin og hvernig bóka skal viðtal. Ef eitthvað er óljóst er best að hafa samband við umsjónarkennara eða ritara skólans.