Verkleg vinna í stærðfræði í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk voru að byrja að vinna með mælingar í stærðfæði. Nemendur unnu í pörum við að leysa verklegar æfingar. Æfingarnar fólust m.a. í því að vigta hluti og skrá þyngd þeirra í grömmum og kílógrömmum, finna út mismunin á þyngsta og léttasta hlutnum, mæla lengd á spottum og spýtum og skrá lengd þeirra í sentimetrum og metrum. Þá var líka verið að vinna með lítra og desilítra, þá fengu nemendur ílát og áttu að finna út hvað ílátin gátu tekið marga lítra og hvað það væri þá margir desilítrar. Ekki var hægt að sjá annað en að nemendur unu sér vel við þessa vinnu og gaman var að sjá hvað þeir voru duglegir að hjálpast að og útskýra fyrir hverjum öðrum hvernig best væri að finna lausnirnar.

20150312_094326
20150312_094504

Hér má sjá myndir af þessari vinnu og líka Hér.