Vegna umræðu um Byrjendalæsi

Mikil umræða hefur verið um Byrjendalæsi og árangur nemenda undanfarna daga. Kennarar í Lundarskóla sem hafa reynslu af því að kenna Byrjendalæsi telja aðferðina vel til þess fallna að mæta ólíkum þörfum nemenda. Aðferðin er fjölbreytt, eflir skapandi og gagnrýna hugsun og nemendur eru virkari þátttakendur í eigin námi. Þá skiptir það miklu máli að með aðferðum Byrjendalæsis er meiri gleði í lestrarnáminu meðal nemenda og kennara.
Meðaltal síðustu 5 ára á samræmdu prófi í 4. bekk í íslensku sýnir að Lundarskóli er yfir meðaltali á landsvísu (http://www.namsmat.is/vefur/skyrslur/samramd_prof/skyrsla_nidurstodur_2014.pdf).
Fyrir þá sem vilja kynna sér betur Byrjendalæsi bendum við á slóðina https://www.youtube.com/watch?v=145lNe5nH-k