Vegna framkvæmda

Húsnæði skólans var nýverið tekið út vegna gruns um rakaskemmdir og bárust niðurstöður skömmu fyrir páska. Eins og þið hafið kannski tekið eftir eru framkvæmdir til að bregðast við rakaskemmdum nú þegar hafnar en skoða þarf og eftir atvikum skipta út drenlögn í kringum skólann. Einnig þarf að fara í lagfæringar á þremur stofum niðri á A gangi og vegna þess verða þær greinar sem þar voru kenndar færðar til í skólanum. Verið er að undirbúa enn frekari aðgerðir við endurbætur á skólanum sem tengjast ekki úttektinni. Tilkynning um það mun berast um leið og ákvörðun liggur fyrir. Við munum gera okkar allra besta til að nám nemenda raskist sem minnst af þessum völdum. Varðandi framkvæmdir á skólalóðinni þarf að gæta varúðar við leik og störf og því hvetjum við foreldra og starfsfólk skólans til að ræða um hættur sem geta skapast á vinnusvæði við nemendur og gæta fyllsta öryggis.

Í tengslum við tilhögun á skólastarfi eftir 4. maí koma upplýsingar um það í næstu viku.