Valgreinar í 8.-10. bekk skólarárið 2020-2021

Nú er komið að því að nemendur velji valgreinar fyrir næsta skólaár og fer valið fram rafrænt.

Hér Valgreinar 2020 - 2021  má finna upplýsingar um allar þær valgreinar sem í boði verða, ásamt ýtarlegum upplýsingum um tímasetningar, staðsetningu og fl. Ég hvet ykkur til þess að lesa vel yfir upplýsingarnar á síðunni og gefa ykkur tíma til þess að skoða þetta með börnunum ykkar.

Þegar nemendur hafa gert upp hug sinn þarf að velja valgreinar fyrir áramót hér:
Val fyrir áramót

Og velja svo eftir áramót hér:
Val eftir áramót

Mjög mikilvægt er að reyna að velja saman greinar sem raðast ekki allar á sömu vikudaga.

Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið þið endilega samband við Fjólu Dögg Gunnarsdóttir, deildarstjóra , fjolad@akmennt.is

 

Vali þarf að vera lokið í síðasta lagi mánudaginn 18.maí