Útivistardagur

Mánudaginn 7. mars verður útivistardagur og þá fara nemendur Lundarskóla í Hlíðarfjall á skíði, bretti, þotu eða sleða. Einnig verður boðið upp á gönguferð í fjallinu fyrir þá sem ekki vilja renna sér. Hádegismatur verður þegar nemendur koma úr fjallinu og skóladegi lýkur að honum loknum. Frístund tekur við nemendum sem skráðir eru þennan dag að loknum  matartíma nema foreldrar óski eftir öðru þennan dag. Nemendur á unglingastigi fá leyfi í valgreinum þennan dag.

Mæting og tímaáætlun upp í Hlíðarfjall.

5. – 7. bekkur, mæta í stofuna sína kl. 8:15 og fara með rútu upp í fjall kl. 8:30

1.- 4. bekkur, mæta í stofuna sína kl. 8:15 og fara með rútu upp í fjall kl. 8:45

8. – 10. bekkur, mæta í stofuna sína kl.8:45 og fara með rútu upp í fjall kl. 9:00

Heimferðir úr Hlíðarfjalli:

Kl. 11:30  1. – 2. bekkur

Kl. 11:45  3. – 4. bekkur

Rútur fyrir nemendur í 5. – 10. bekk:

Kl. 12:00

Kl. 12:30

Kl. 12:45

 

Nemendur þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti í vel merktum bakpoka og klæðast eftir veðri og aðstæðum. Við bendum foreldrum einnig á að huga að sólarvörn og sólgleraugum fyrir börnin því varað hefur verið við mikilli geislun undanfarið.

Öllum er skylt að vera með hjálma á svigskíðum og brettum.

Foreldrum er velkomið að taka þátt í skólastarfinu þennan dag jafnt sem aðra daga en ekki er gert ráð fyrir foreldrum í rúturnar. Nemendur sem vilja vera lengur í fjallinu þurfa að skila skriflegu leyfi frá foreldrum til umsjónarkennara og verða þar alfarið á ábyrgð foreldra.