Upplýsingar

Kæru foreldrar og forráðamenn

Skólastarf verður með óhefðbundnum hætti næstu daga og þurfum við öll að gera okkar besta við þessar aðstæður. 

Hér að neðan má sjá helstu punkta varðandi þær breytingar sem verða en einnig munu umsjónarkennarar senda heim póst síðar í dag vegna hópa og stofuskiptinga þar sem hámark 20 nemendur verða í hverju rými.  

Við viljum einnig benda á að ef nemendur þurfa/vilja vera heima að láta þá ritara vita og fá sömuleiðis upplýsingar frá umsjónarkennara varðandi námsefni. Einnig viljum við ítreka að ef nemendur eru með kvefeinkenni eða merki um önnur veikindi að halda þeim þá heima.

Mikilvægir punktar: 

-Allir koma með nesti og drykk að heiman þar með talið vatn

-Almennt verður skólastarf frá um kl. 8-12 

-Póstur frá kennurum varðandi hópaskiptingu og stofuskipan kemur seinni partinn

-Mikilvægt að nemendur mæti á réttum tíma, ekki löngu fyrir og ekki löngu á eftir og fari beint inn í sínar stofur og haldi sig þar til þess að minnka samgang á milli hópa. 

Eftir skóla eiga nemendur að fara beint úr skólanum, foreldrar koma ekki inn í skólann. 

Einungis verður boðið upp á frístund fyrir nemendur í 1. og 2. bekk sem þurfa sérstaklega að nýta þá þjónustu þessa daga. 

-Hádegismatur verður einungis í boði fyrir þá nemendur í 1. og 2. bekk sem skráðir eru í frístund, önnur hressing eins og hafragrautur, mjólk og ávextir verða ekki í boði. 

Tímasetningar sem mikilvægt er að halda til að lágmarka samgang nemenda:

1, 5, 6, 7, 9, og 10. bekkur mætir kl. 8:00-11:45

2, 3, 4, og 8.bekkur mætir kl. 8:15-12:00

Upplýsingar um stofur og hópa koma frá umsjónarkennurum seinna í dag. 

Íþróttir, sund, list og verkgreinar ásamt valgreinum og starfsnámi falla niður en leitast verður við að nemendur fái hreyfingu og skapandi skólastarf eftir því sem því verður við komið. 

Frístund:

-Foreldrar barna í 1. og 2. bekk þurfa að senda póst á umsjónarkennara í dag mánudag varðandi skráningu í frístund með upplýsingum um hvaða daga barnið á að vera og tímasetningar. Mikilvægt er að aðeins þau börn sem þurfa á frístund að halda verði skráð.

-Nemendur sem skráðir eru í frístund fá hádegismat sem sendur verður í stofur. 

-Nemendur geta komið með nesti en boðið verður upp á ávexti.

-Nemendur ljúka skóla kl. 11:45 eða 12:00 og þá munu frístundar starfsmenn koma til þeirra í stofurnar. 

-Foreldrar koma ekki inn í skólann að sækja börn úr frístund og mikilvægt er að virða allar tímasetningar. 

Vissulega eru þetta ekki tæmandi upplýsingar og margar spurningar sem vakna. Eflaust verður margt sem á eftir að breytast þegar reynir á og dagarnir líða. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tölvupósti og eins á heimasíðu skólans þar sem allar helstu upplýsingar verða settar inn eftir þörfum. 

bestu kveðjur stjórnendur og starfsfólk Lundarskóla