Til hamingju Legolads

Gaman að segja frá því að FLL-liðið „Legolads“ frá Lundarskóla sigraði í vélmennakappleik FLL í Reykjavík þann 9.nóvember sl. Jón Aðalsteinn Brynjólfsson er kennari liðsins sem hefur undirbúið sig vel á síðustu viknum fyrir keppnina. Norðurorka hefur stutt vel við bakið á liðinu og við þökkum þeim fyrir stuðninginn.

Hér eru sannkallaðir gullmolar á ferð og snillingar í tækni og hönnun.

Til hamingju Legolads