Þemadagar

Mánudag og þriðjudag voru þemadagar í Lundarskóla. Nemendur í 1. -7. bekk unnu að ólíkum verkefnum þvert á námshópa. Nemendur í 1. og 2. bekk unnu með þorrann, 2. og 4.bekkur vann verkefni í tengslum við goðafræðina og 5. – 7. bekkur vann að umhverfisfræðslu þar sem nemendur lærðu um sóun og endurnýtingu.

Samhliða þessum verkefnum er átak í skólanum varðandi matarsóun. Umræða um matarsóun hefur átt sér stað í öllum árgöngum og saman ætlum við að minnka matarsóun í Lundarskóla. Þess má geta að Lundarskóli hefur hent um 28 lítrum af matarafgöngum daglega. Í gær stóð kílóafjöldinn í 1.3 kílóum sem er frábært. Nemendur voru almennt mjög áhugasamir og meðvitaðir um matarsóunina, fengu sér hæfilegt magn af mat á diskinn, fóru fleiri ferðir ef þeir vildu og kláruðu af diskunum sínum. Við stóðum okkur vel.

Hér má sjá nokkrar myndir úr skólastarfinu.