Þemadagar og opið hús

Í næstu viku 29. október – 1. nóvember verða þemadagar í Lundarskóla. Á þemadögum verður áhersla lögð á umhverfismál á öllum stigum. Umhverfismálin verða tengd við nokkra þætti og þar má m.a. nefna lífsstíl fólks, heilsu, náttúruvernd og fl.

Á þemadögunum verða nemendur mikið á ferðinni um skólann, kennsla verður á óhefðbundnum stöðum og hópskiptingar þvert á námshópa.

Þemadagarnir eru fjórir samkvæmt skóladagatalinu og síðasta daginn sem er föstudagurinn í næstu viku, 1. nóvember, verða kynningar/uppgjör á þemadögunum þar sem nemendur og starfsfólk fá tækifæri til að skoða afraksturinn og nemendur sýna og segja frá því sem fram fór á þemadögunum.

Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að koma í skólann og skoða, hitta nemendur og spjalla. Stofurnar verða opnar og afrakstur til sýnis föstudaginn 1. nóvember frá kl. 10:00 – 12:00.

Allir velkomnir í heimsókn í Lundarskóla.