Tannvernd

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir Tannverndarviku 30. janúar – 3. febrúar 2017 með skilaboðum til landsmanna um að draga úr neyslu sykraðra drykkja og sætinda. Þar sem Lundarskóli er heilsueflandi skóli þá hafa svaladrykkir ekki verið leyfilegir í skólanum og því stöndum við vel að vígi. Við drekkum vatn og mjólk í skólanum.

Lundarskóli tekur þátt í að fræða nemendur um mikilvægi góðrar tannhirðu. Hvetjum við einnig alla til að taka þátt og er hægt að sækja sér fróðleik á þessum slóðum.

http://www.sykurmagn.is/#/about-me

http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item23290/Tannheilsa–Heilsueflandi-grunnskoli

Heilsueflandi nefnd Lundarskóla