Stóra upplestrarkeppnin í Lundarskóla

Í morgun fór Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fram. Athöfnin var hin hátíðalegasta, vinningshafar fyrra árs, þau Gunnar Sölvi og Telma Lísa komu og lásu upp og Lilja Björg nemandi í 8. bekk spilaði á þverflautu. Telma Lísa varð í 2. sæti og Gunnar Sölvi var varamaður. Arndís Aðils sem vann keppnina í fyrra átti ekki heimangengt. Dómnefndina skipuðu þau Gerður Jónsdóttir, Gunnar Jónsson og Jenný Gunnbjörnsdóttir. Keppendur að þessu sinni voru 9 talsins og þau stóðu sig öll mjög vel. Þau lásu öll texta úr bókinni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur. ljóðið Eftirleit eftir Anton Helga Jónsson og að lokum lásu þau ljóð að eigin vali. Fulltrúar Lundarskóla í lokakepninni sem fer fram miðvikudaginn 6. apríl verða þær Margrét Mist Sigurgeirsdóttir og Emilía Björk Jóhannsdóttir. Til vara er Antonía Huld Ketilsdóttir. Við óskum þeim til hamingju og vitum að þær verða skólanum til sóma.

20160311_090653[1] 20160311_092525[1] 20160311_092551[1] 20160311_093036[1]

Við biðjumst velvirðingar á myndgæðunum og teljum að því valdi geðshræring  myndasmiðsins.