Stóra upplestrarkeppnin í Lundarskóla

Í morgun var Stóra upplestrakeppnin í 7. bekk haldin í Lundarskóla. Á hverju ári hefst keppnin á degi íslenskrar tungu 16. nóvember, og lýkur venjulega í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu. En áður en að því kemur fer fram lokakeppni í hverjum skóla í þar sem tveir nemendur og einn varamaður eru valdir til áframhaldandi þátttöku í keppninni fyrir hönd skólans. Það voru 11 nemendur sem kepptu um að vera fulltrúar skólans í lokakeppninni og dómurum var vandi á höndum við val á fulltrúum. Dómarar að þessu sinni voru þau Þorgerður Sigurðardóttir og Finnur Friðriksson sem bæði starfa við Háskólann á Akureyri og Hallfríður Einarsdóttir, Fríða ritari eins við þekkjum hana flest. Dómnefndin valdi Lilju Gull Ólafsdóttur og Helga Má Þorvaldsson sem aðalmenn og varamaður þeirra er Mány Lind Elvarsdóttir. Við óskum þeim til innilega til hamingju og þau verða verðugir fulltrúar skólans í lokakeppninni. Á meðan að dómnefnd var að störfum fluttur tveir keppendanna tónlistaratriði, það voru þær Lilja Gull Ólafsdóttir sem spilaði á fiðlu og Sigrún María Pétursdóttir sem spilaði á gítar og söng. Þá kynntu fulltrúar skólans á síðasta ári höfunda texta og ljóða sem nemendur lásu, þau Ágúst Ívar Árnason og Sigrún Rósa Víðisdóttir í 8. bekk. Fleiri myndir af keppninni má finna á Facebooksíðu skólans.