Stóra upplestrarkeppnin

Í gær var Stóra upplestrarkeppnin haldin í sal MA. Þar tóku nemendur í 7.bekk í grunnskólum Akureyrar þátt og stóðu allir sig mjög vel. Lundarskóli átti tvo fulltrúa í lokakeppninni, þau Söru Mjöll Jóhannsdóttur og Ágúst Ívar Árnason. Þau voru bæði verðugir fulltrúar skólans. Síðustu ár hefur Lundarskóli átt fulltrúa í verðlaunasæti og í gær lenti Sara Mjöll í 2. sæti. Þess má geta að systkini Söru Mjallar, þau Fannar Már fyrrum nemandi og Emilía Björk nemandi í 9. bekk, hafa einnig unnið til verðlauna í þessari keppni. Við óskum Söru Mjöll og Ágústi Ívari til hamingju með árangurinn og frábæra frammistöðu fyrir hönd skólans. Hér má sjá myndir frá keppninni.