Stattu með þér

Stuttmyndin Stattu með þér  verður sýnd í sjónvarpinu í kvöld kl. 20:40 á RÚV (http://www.ruv.is/dagskra/ruv).  Myndin er einkum ætluð nemendum á miðstigi (5.-7. bekkur).

Myndin er um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk. Myndin var frumsýnd í haust í öllum grunnskólum og þá fóru fram umræður í bekkjum. Við hvetjum foreldra til að setjast niður með börnum sínum til að horfa á myndina og eiga síðan samræður um efni sem nauðsynlegt er að ræða en getur verið erfitt að taka upp.   Leiðbeiningar til umræðu með myndinni eru aðgengilegar á vef Vitundarvakningar http://www.velferdarraduneyti.is/stattumedther/.