Valgreinar

Kjarni fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk samkvæmt viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár eru 31 kennslustund. Valtímar eru 6 þannig að skólasókn hvers nemanda verður 37 kennslustundir.

Það val sem nemendum stendur til boða var kynnt fyrir nemendum og forráðamönnum síðast liðið vor. Mikilvægt er að forráðamenn nemenda aðstoði við þetta val. Einnig veitir skólinn nemendum og forráðamönnum ráðgjöf varðandi val eftir því sem þörf er á hverju sinni. Breytilegt er eftir árum hvaða námsgreinar verða í boði sem valgreinar en grunnskólar Akureyrar hafa sameinað krafta sína og bjóða upp á nokkrar sameiginlegar valgreinar ár hvert auk valgreina sem skólinn býður upp á sjálfur.

Skólar hafa heimild til að meta þátttöku í námi, skipulögðu íþrótta- eða tómstundir sem valgrein. Nám eða félagsstarf sem tekur 1 – 4 klukkustundir á viku er hægt að fá metið sem eina valgrein. Nám eða félagsstarf sem tekur 5 klukkustundir eða meira á viku er hægt að fá metið sem tvær valgreinar. Verði þessi möguleiki fyrir valinu þarf að skila staðfestingu þjálfara/kennara/foringja á ástundun á eyðublaði sem skólinn leggur til. Nemendur og foreldrar bera fulla ábyrgð á þessum skilum til að starfið fáist metið og einnig á allri ástundun nemenda. Þó félagsstarfið eða námið verði viðurkennt í stað valgreinar er það án skuldbindingar um þátttöku skólans í kostnaði nemandans vegna félagsstarfsins eða námsins.

Valgreinabæklingur 2019 – 2020