Heilsueflandi grunnskóli

Lundarskóli gerðist heilsueflandi grunnskóli haustið 2011. Með heilsustefnunni er leitast við að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Hugmyndin um heilsueflandi grunnskóla er byggð á Ottawa-sáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um heilsueflingu. Sérstök áhersla er lögð á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þessir þættir eru: nemendur, nærsamfélag, hreyfing og öryggi, mataræði og tannheilsa, heimili, geðrækt, lífsleikni og starfsfólk.

Hér má finna heilsustefnu Lundarskóla.

Í Lundarskóla er stýrihópur um heilsueflandi grunnskóla.

Í stýrihópnum eru:

Sigrún Kristín Jónsdóttir kennari, formaður nefndar

Helga Guðrún Magnúsdóttir kennari

Alda Bjarnadóttir kennari

Upplýsingar frá stýrirhópnum:

Hugmyndafræði heilsueflandi grunnskóla

Hugmyndir að skólanesti

Sykurmagn í vörum