Skólasetning Lundarskóla

Senn líður að skólabyrjun og fimmtudaginn 22. ágúst verður skólasetning í sal Lundarskóla á eftirfarandi tímum:

2. – 4. bekkur kl. 9:00

5. – 7. bekkur kl. 10:00

8. – 10. bekkur kl. 11:00

Skólastjóri setur skólann og eftir það fara nemendur með umsjónarkennurum í stofu þar sem þeir fá upplýsingar um skólastarfið.

Nemendur í 1. bekk mæta í viðtöl samkvæmt pósti frá umsjónarkennurum.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst hjá öllum árgöngum nema 1. bekk. Nemendur í 1. bekk fá frekari upplýsingar hjá umsjónarkennurum í viðtölunum.

Við hlökkum til að starfa með ykkur öllum í vetur.

Kveðja starfsfólk Lundarskóla