Skólanesti

graenmetiÞar sem skólinn er heilsueflandi grunnskóli og er mikilvægt að nemendur hafi með sér hollt og gott nesti. Í frímínútum hjá nemendum í 7.-10.bekk er boðið upp á hafragraut í frímínútum öllum að kostnaðarlausu. Við hvetjum nemendur að nýta sér það.

Gott er að vera í ávaxta- og/eða mjólkuráskrift en fyrir þá sem ekki velja sér það eru ávextir, grænmeti og kornvörur hentugur kostur til að hafa með sér í nesti.

Í Lundarskóla drekka nemendur eingöngu mjólk eða vatn í skólanum og svaldrykkir ekki leyfilegir. Í nokkur ár hefur þessi regla verið ríkjandi og nemendur staðið sig vel í að fylgja henni og eiga þeir hrós skilið fyrir það..

Nokkrar hugmyndir að næringarríku og hollu  nesti:

  • Samloka úr heilkorna brauði eða hrökkbrauð úr heilkorni með hollu áleggi, t.d. brauðosti (17% fita), smurosti, kotasælu, kjúklingi, húmmus, lifrarkæfu, papriku, agúrku, tómötum, eggjum, salati og avókadó, svo eitthvað sé nefnt
  • Ávextir, t.d. appelsínur, epli, bananar, vínber og perur
  • Grænmeti, t.d. gulrætur, tómatar, agúrka, spergilkál og blómkál
  • Ostabitarkarl
  • Harðfiskur
  • Þurrkaðir ávextir
  • Nóg vatn að drekka

Við erum stolt af því að vera heilsueflandi grunnskóli sem miðar að heilbrigði og velferð í skólasamfélaginu.