Skólahald fellur niður eftir hádegi í dag

Almannavarnir Eyjafjarðar mælast til þess að skólahaldi verði hætt fljótlega upp úr hádegi. Nú liggur fyrir að veðurspár ganga eftir. Færð er farin að spillast og til að valda ekki vandræðum í bænum fellur skólahald niður upp úr hádegi Foreldrar þurfa að gera viðeigandi ráðstafanir til að sækja börn sín fyrir þann tíma. Frístund fellur niður frá sama tíma.

Foreldrar eru beðnir um að sækja börn í 1. – 4. bekk sem fyrst og skóla verður lokað kl. 13:00.

Unglingastigið verður sent heim nú um hádegi.

 

Kveðja skólastjórnendur Lundarskóla.