Skákdagurinn á þriðjudaginn

Þriðjudaginn 26. janúar er skákdagurinn og ætlum við í Lundarskóla að taka þátt og efna til skákkeppni í skólanum fyrir 3. – 7. bekk. Allir nemendur í þessum bekkjum sem hafa áhuga á að taka þátt eru velkomnir. Þarna verður skákmeistari Lundarskóla krýndur. Keppnin fer fram í stofu A – 205.