Rýmingaræfing

Í næstu viku verður rýmingaræfing hér í Lundarskóla. Við stjórnendur Lundarskóla óskum eftir því að nemendur verði með auka sokka í töskunni eða verði í inniskóm sem þau geta verið í meðan á rýmingunni stendur. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær í vikunni hún verður.

Nemendur og kennarar hafa undirbúið sig vel fyrir æfinguna og tekið aukaæfingu. Við teljum mikilvægt að hafa reglulega rýmingaræfingu hér í Lundarskóla til að auka öryggi nemenda og starfsfólks.