Rafræn samræmd próf

Nemendur í 4. og 7. bekk hafa nú lokið við að taka samræmd próf. Framkvæmd og fyrirlögn gekk vel og nemendur voru almennt á því að það væri miklu skemmtilegra að taka svona próf. Allt að 40 nemendur voru í prófi á sama tíma, ýmist í borðtölvum eða fartölvum. Netið var óvissuþáttur því að það hefur ekki alltaf tollað inni þegar kennarar eru að nýta tæknina í kennslunni. Með smá æfingum af hálfu umsjónarmanns með tölvum var netið inni allan tímann og þoldi álagið.

20160922_0845041 20160922_0843131