Nýtt nemendaráð er tekið til starfa

Nýtt nemendaráð er tekið til starfa

 

Nemendaráð Lundarskóla kom saman til síns fyrsta fundar í nóvember en í því eiga sæti 8 nemendur úr 6. til 10. bekk. Hlutverk ráðsins er einkum að gæta hagsmuna nemenda í skólanum og miðla upplýsingum milli nemenda og stjórnenda skólans. Kosnir voru fulltrúar hvers bekkjar fyrir sig í ráðið nú á haustdögum og eftirtaldir nemendur skipa nú ráðið. Borys Bernat og Þóra Kristín Karlsdóttir úr 10. bekk, Sigrún Ebba Eggertsdóttir og Sölvi Halldórsson úr 9. bekk, Berglind Baldursdóttir og Frosti Brynjólfsson úr 8. bekk, Elísabet Guðmundsdóttir úr 7. bekk og Margrét Unnur Ólafsdóttir úr 6. bekk. Kennari er ávallt ráðinu til halds og trausts og í vetur verður það hlutverk í höndum Ásgríms Inga Arngrímssonar. Öllum er velkomið að koma á framfæri hugmyndum, athugasemdum eða ábendingum til ráðsins um málefni sem þeir telja að ráðið ætti að taka afstöðu til.