Litlu jól

Eins og venja er þá höldum við litlu jólin síðasta daginn fyrir jólafrí og skipulagið á þeim er eftirfarandi:

20. desember kl. 20 – 21:30 verða litlu jólin fyrir nemendur í 8.-10. bekk.
Nemendur mæta til umsjónarkennara í heimastofur og þá verður t.d. lesin jólasaga, spilað, drukkið kakó í boði skólans og borðaðar kökur sem nemendur mega hafa með sér. Eftir stofustund verður hátíð í sal skólans. Nemendur í þessum árgöngum fara í jólafrí eftir litlu jólin.

21. desember kl. 9:00 verða litlu jól fyrir nemendur í 1., 3., 5. og 7. bekk.
Nemendur mæta til umsjónarkennara í heimastofur og þá verður t.d. lesin jólasaga, spilað, drukkið kakó í boði skólans og borðaðar kökur sem nemendur mega hafa með sér. Stofustundin tekur um 50/55 mínútur. kl. 10:00 byrjar dagskrá í salnum þar sem 1. bekkur verður með sýningu og svo verður dansað í kringum jólatréð. Eftir það fara nemendur heim. Foreldrar barna í 1. bekk fá tölvupóst frá umsjónarkennurum varðandi skipulagið 20. og 21. desember hjá nemendum í 1. bekk.

21.desember kl. 10:00 verða litlu jól fyrir nemendur í 2., 4. og 6 .bekk.
Nemendur mæta til umsjónarkennara í heimastofur og þá verður t.d. lesin jólasaga, spilað, drukkið kakó í boði skólans og borðaðar kökur sem nemendur mega hafa með sér. Stofustundin tekur um 50/55 mínútur. kl. 11:00 byrjar dagskrá í salnum þar sem 1. bekkur verður með sýningu og svo verður dansað í kringum jólatréð. Eftir það fara nemendur heim.

Þess má geta að 20. desember verður rauður dagur í Lundarskóla.