Kveðja frá Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfundi

Síðasta vetur lögðu kennarar í 4. bekk áherslu á að nemendur læsu bækur eftir íslenska höfunda.  Nemendur lásu meðal annars bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og nutu bækurnar um Móa hrekkjusvín og Fíusól mikilla vinsælda. Við lesturinn kom í ljós að strákarnir höfðu ekki síður gaman af að lesa um Fíusól en stelpurnar. Umsjónarkennari hitti Kristínu Helgu um umliðna helgi og Kristín Helga hripaði þessa fallegu kveðju á blað til nemenda í 5. bekk. 20151013_163410[1]