Íslandsmeistarar

Á mánudaginn varð kvennalið KA í blaki Íslandsmeistarar. Svo skemmtilega vill til að í liðinu er bæði nemandi og kennari í Lundarskóla. Jóna Margrét er nemandi í 10. bekk og Helga Guðrún kennir henni íslensku. Þegar Jóna var að æfa í yngri flokkum þá var Helga Guðrún þjálfarinn hennar og nú spila þær saman í meistaraflokki. Góð liðsheild hefur skapað góðan árangur og það finnst okkur í Lundarskóla alveg frábært og óskum þeim til hamingju með árangurinn.