Heilsu- og hreyfivika

9.-13.mars er heilsu- og hreyfivika nemenda í Lundarskóla. Hvetjum við nemendur þá eins og alltaf að koma sér sjálfir til og frá skóla og mæta með hollt og gott nesti. Í vikunni ætlum við að njóta útivistar og fræðast um ýmislegt sem snýr að heilsu og hreyfingu. Við hvetjum foreldra til að taka virkan þátt heimafyrir.

Minnum einnig enn og aftur á hafragraut og vatnsvélar fyrir nemendur í skólanum!